Loading...
Heim 2019-01-16T08:05:13+00:00

Verkfæri fyrir geðfræðslu ungmenna

Um verkefnið

Félagasamtök

Strong yong minds er samstarfsverkefni fimm félagasamtaka frá Íslandi, Portúgal, Rúmeníu og Spáni, á sviði fræðslu og menntunar.

Á þessari vefsíðu

Hér eru upplýsingar um verkefnið, þátttakendur og aðferðirnar sem við notum.

Handbókina og kennslumyndböndin.

Tilvitnanir

Ég tók þátt í þessu verkefni frá upphafi.  Ég fór á alla alþjóðlegu fundina og tók þátt í þjálfuninni í Rúmeníu.  Fyrir mig var þetta frábært nám.  Ég fann bæði meðan á þjálfuninni stóð og þegar við vorum að prófa námsefnið í skólum að námsskráin er að virka.  Óformleg menntun hentar þessu námsefni mjög vel og virðist passa fullkomlega fyrir aldurshópinn sem við erum að miða við.

Kristinn Heiðar • Um verkefnið, Hugarafl

Þar sem ég er kennari kom það mér á óvart hvað mikið er til af aðferðum og verkfærum sem við getum notað til að bæta heilsu okkar.  Það er í forgangi hjá mér að bæta heilsu og líðan nemenda minna þar sem þau eru ekki mjög meðvituð um heilbrigði.  Líkamlega og andlega.

Stefania • Kennari

Nýjustu fréttir

Hér eru greinar um alþjóðlegu fundina sem við héldum og þjálfunina í Rúmeníu.

Síðasti alþjóðlegi fundurinn í Strong Young Minds verkefninu var haldinn í Setúbal í Portúgal  30apríl til 3 maí.  Það voru 13 þátttakendur á fundinum og full dagskrá allan tímann.  Markmið okkar á þessum fundi var að ljúka við námsskránna og borð spilið og taka ákvaðranir um lokahönnun handbókarinnar og vefsíðunnar.

Við spiluðum borðspilið á fundinum og gerðum smá loka breytingar á því.  Það var almenn ánægja með hvernig til hafði tekist og sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig borðspilið var unnið.  Við framleiðsluna á því voru umhverfissjónarmið í fyrirrúmi og til dæmis eru allir leikmennirnir unnir úr gömlum húsgögnum og hver og einn er einstakur.  Allt spilið er handgert og því er hvert spil alveg einstakt.

Við lukum við uppsetningu námssráarinnar og tókum ákvarðanir um hvað ætti að vera í endanlegri útgáfu.  Vandamálið sem við glímdum við var að það var svo mikið af efni sem við vildum hafa í námsskránni en höfðum því miður ekki nema ákveðið pláss.  Við komumst þó að niðurstöðu og höldum að við höfum náð að útbúa námsefni sem kemur til með að nýtast ungu fólki í allri Evrópu.

Það voru nokkrar erfiðar ákvarðanir sem við þurftum að taka á þessum fundi, þar á meðal varðandi kennslumyndböndin.  Okkur varð ljóst að við gætum ekki búið til myndband fyrir hverja æfingu fyrir sig það var ætlun okkar í upphafi en ekki framkvæmanlegt þegar upp var staðið.  Við ákváðum að útbúa myndbönd sem myndu sýna hvaða aðferðir á að nota við kennslu á námsefninu og gætu verið leiðbeinandi við notkun óformlegra kennsluaðferða.  Vildum fremur framleiða gæðaefni en að gera eitthvað sem við værum ekki ánægð með.

Þriðjudaginn 10. janúar héldu fimm Hugaraflsmeðlimir á vit ævintýra til Spánar. Ferðinni var heitið til Madrid þar sem fyrsti fundur var haldinn í sam-Evrópsku verkefni. Verkefnið gengur undir nafninu Strong Young Mindsog hefur það að markmiði að auka fræðslu og þekkingu ungmenna á aldrinum 14- 18 ára,  á fjölmörgum þáttum sem móta geðheilsuna. Meðal annars er fyrirhugað að útbúa námsskrá, kennslumyndbönd, handbók, borðspil og koma upp vefsíðu á 5 tungumálum, þar sem hægt verður að nálgast það efni sem útbúið verður.

Fimm félagasamtök frá fjórum löndum koma að verkefninu og hafa yfirumsjón með einstaka verkþáttum þess.  Auk Hugarafls frá Íslandi, eru Ask Yourself og Minte Forte frá Rúmeníu,  Ha moment frá Portugal og Scouts Valencians frá Spáni.  Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og Evrópa unga fólksins hefur veitt Hugarafli góðan stuðning við verkefnið.

Fundurinn á Spáni var í fyrsta skipti sem öll félagasamtökin hittast en áður höfðu samskipti að mestu farið um Skype, tölvupósta og samfélagasmiðla. Þessi fyrsti fundur var mjög vel nýttur til þess að aðilar næðu að kynnast innbyrgðis. Fljótlega var ljóst að auk mismunandi menningar milli landa vorum við með fjölbreyttan og öflugan hóp af hæfileikaríku fólki sem hafði margt fram að færa  til verkefnisins.   Sálfræðingar frá Minte Forte í Rúmeníu höfðu lokið við að taka saman og vinna úr upplýsingum sem hver samtök höfðu safnað frá rýnihópum í sínu landi.   Út frá þeim niðurstöðum var unnið í tveimur hópum til að útbúa annars vegar námsefnið og hins vegar borðspilið.  Hóparnir unnu fram á kvöld á fimmtudegi og hluti af tíma sem átti að nýta undir kynningu á myndbandaverkefninu var nýttur í áframhaldandi vinnu í þessum hópum.  Föstudagurinn var auk þess nýttur í að fara yfir framhald verkefnisins sem stendur yfir í tvö ár.

Næsti sameiginlegi fundur verður haldinn hér á Íslandi í júní.  Á þeim fundi á meðal annars að prufukeyra ýmislegt sem snýr að námsefninu sem  nú er verið að útbúa í hverju landi fyrir sig.  Auk þess verður fyrsta útgáfa af borðspilinu prufukeyrð.  Það eru því spennandi tímar framundan og fjölbreytt vinna sem bíður okkar í Hugarafli í tengslum við þetta viðamikla og gefandi verkefni.

Vikuna 26. – 30. júní hittust fulltrúar Erasmus + verkefnisins Strong Young Minds á Íslandi og báru saman bækur sínar um fortíð og framtíð verkefnisins.  Alls tóku 15 manns frá samtökunum 5 þátt í þéttri dagskrá sem skipulögð var af Hugarafli.

Námskrá og námsefni fyrir ungt fólk á aldrinum 14- 18 ára sem unnið er að í tengslum við verkefnið er nú full mótað og haldið verður áfram að prófa það næstu mánuðina.  Prótótýpa var spiluð af borðspilinu sem fulltrúar Ha Moment frá Portúgal hafa hannað og voru allir sammála að sá hluti væri á góðri leið þó enn sé mikil vinna framundan þar eins og í öðrum þáttum verkefnisins.  Þá var jafnframt hafin vinna við handbók fyrir þjálfara og kennara sem byggist á námskránni.  Og að lokum var farið að huga að vefsíðu og myndbandavinnslu sem tengjast verkefninu.

Fyrstu tvo dagana dvaldist hópurinn í Bláfjöllum en hélt síðan til Hveragerðis þar sem vinnu var haldið áfram. Þátttakendur tóku sér líka tíma í að fara í skoðunarferðir um Suðurland til að kynnast landi og menningu betur.  Meðal annars var komið við á Hvolfsvelli þar sem ný og glæsileg sýning í Lava Center var skoðuð.  Þá var farið að Seljalandsfossi, að Geysi og á Þingvelli í blíðskapar veðri.

Mikil vinna er framundan í tengslum við verkefnið hjá öllum sem að því koma.  Þar að auki mun um 15 manna hópur kennara og þjálfara frá þátttökulöndunum fara til Rúmeníu í byrjun nóvember til að læra að nýta sér námsefnið sem verið er að útbúa.  Reiknað er með að 2 til 3 aðilar muni fara frá Íslandi og er leit nú hafin af einstaklingum sem áhuga hafa á að taka þátt í þjálfuninni. Um er að ræða viku þjálfun og þeir sem henni ljúka munu síðar koma að endanlegri prófun á námsefninu í febrúar á næsta ári.

Allt námsefnið, handbókina, þjáfunarmyndbönd og ítarefni verður hægt að nálgast á vefsíðu verkefnisins sem opnar formlega í lok apríl 2018 .  Vefsíðan verður á fimm tungumálum og þar hafa allir aðgang að öllu efninu sér að kostnaðarlausu til kennslu og þjálfunar í skólum eða á styttri námskeiðum.

Sjá allar fréttir