Þjálfun í Rúmeníu

Þjálfun í Rúmeníu 2019-01-07T11:36:05+00:00

Haldin var SYM þjálfun í Măguri-Răcătău in Romania 2 – 10 Nóvember  2017.

Þjálfunin snérist um að prófa námskrá (curriculum) og borðspil sem hefur verið þróað af Hugarafli og samstarfsaðilum í verkefninu og notast er við óformlegar aðferðir til kennslunnar.

Markmið þess er að efla persónulegan, félagslegan og tilfinningalegan þroska hjá ungmennum. Námskeiðið er hluti af langtíma verkefni þar sem áherslan er á nýsköpun í menntun. Tilgangur verkefnisins er að búa til verkfæri til að bæta andlega heilsu ungmenna í Evrópu.

Alls voru 16 þátttakendur frá fjórum löndum, frá Spáni, Portúgal, Íslandi og Rúmeníu. Fjölbreytni var í fyrirrúmi en þátttakendur voru ýmist kennarar, þjálfarar, fólk með reynslu og sálfræðingar. Þjálfarar námskeiðsins voru þrír talsins, en einnig voru tveir myndatökumenn sem sáu til þess að ná upptökum af þjálfuninni sem notaðar verða til að kenna námsefnið.

Þátttakendur fengu m.a. að spreyta sig sem þjálfarar og fóru í tvo skóla í Rúmeníu til þess að prófa námsefnið sem var virkilega skemmtileg upplifun í alla staði. Kennarar skólans voru hæst ánægðir með námsefnið og óskuðu meira að segja eftir því að þátttakendur í þjálfuninni myndu fara í fleiri bekki skólans.