Óformlegur lærdómur

Óformlegur lærdómur 2018-12-22T15:09:06+00:00

Grunnhugtök og aðferðir

Við notum hér 3 skilgreiningar á menntun sem Coombs kynnti fyrst með Prosser & Ahmed árið 1973 og varð síðar þekkt sem Coombs Typology

Skilgreining (1) Óformlegur lærdómur (Informal): „… sannarlega ævilangt ferli þar sem hver einstaklingur öðlast viðhorf, gildi, færni og þekkingu frá daglegri reynslu og menntaáhrifum og úrræðum í umhverfi sínu – frá fjölskyldu og nágrönnum, frá vinnu og leik, frá markaðnum, bókasafninu og fjölmiðlum”

Skilgreining (2) Formleg menntun(Formal): „… Hið almenna formlega menntakerfi, frá  (leikskóla) grunnskóla til háskóla sem leggur áherslu á fræðilega menntun ásamt með sérhæfðri kennslu í faggreinum”

Skilgreining (3) Óformleg menntun(Non-Formal Education): „… skipulögð menntastarfsemi utan formlegs kerfis, hvort sem það er sérstætt eða þáttur í einhverri víðtækari starfsemi, sem er ætlað að þjóna auðkennanlegum nemendahópum og námsmarkmiðum.“ Í Coombs et al 1973. ‘

Self-motivatedMandatoryActive participation

Óformlegur lærdómur Formleg menntun Óformleg menntun
Frjáls leið Áætluð Miðuð við þarfir þátttakenda
Ómælanlegt Gráður/mat Sjálfsmat
Ekki skipulagt Skipulögð Sveigjanleg uppbygging
Sjálfstýrt Ein átt (kennari til nemanda) Þátttakendamiðuð
Ókeypis Kostar ( oftast) Kostar stundum/stundum ekki
Frjálst flæði Tímamörk Mikil aðlögunarhæfni
Sjálfsákvörðun Skylda Virk þáttaka
Ekki viðurkennt Viðurkennt/skírteini Vottorð/skírteini eftir þáttöku

Allar þessar aðferðir hafa bæði kosti og galla. Oft eru þær samþættar nemendum til hagsbóta. Það er undir hverjum nemenda komið að finna þá aðferð sem hentar honum best ( jafnvel þó skyldunám sé í flestum löndum að einhverjum ákveðnum aldri), Það er einnig undir hverjum kennara/leiðbeinanda komið að velja sínar aðferðir. Kennari í skólabekk getur notað óformlegar aðferðir og beðið nemendur um að kynna sérákveðið efni eða ræða við einhvern reynslumeiri um ákveðin málefni.

Mikilvægi óformlegs lærdóms.

Menntun er hluti af lífi manns og er stöðug. Stundum sjáum við ekki einu sinni allt það sem menntar okkur og hvernig við lærum nýja hluti, en þetta hjálpar okkur að þróast og verða færari um að takast á við daglegt líf.

Óformleg (Non Formal) menntun er menntun utan formlegra stofnana. Það er menntun sem aðallega er að finna á mismunandi námskeiðum, vinnustofum, ungmennaskiptium, þjálfunum og þar sem þú lærir með því að gera, með því að fylgjast með og vinna með mismunandi aðferðum. Þessi fjölbreytta nálgun í óformlegri menntun tryggir þátttakendum að þeir öðlast vitræna, tilfinningalega og sérhæfða hæfni og færni, hjálpar þeim að þekkja og treysta eðlishvöt sinni og þróa traust á einstökum námsferli þeirra. Aðferðirnar sem oftast eru notaðar eru t.d. upphitunaræfingar, hópavinna, umræður, gagnvirkir fyrirlestrar, hlutverkaleikir, ýmiskonar inni og úti lekir og æfingar o.s.frv.

Það er ekki auðvelt að skilgreina óformlega menntun og henni er yfirleitt lýst á ótal mismunandi vegu. Að okkar mati er þetta ákveðinn námshreyfing sem er afar ólík hinu hefðbundna menntakerfi sem felur í sér öðruvísi nálgun og gerir okkur kleyft að tileinka okkur nýja þekkingu og gildi á skemmtilegan hátt. Býður upp á skemmtilega og þroskandi lífsreynslu.

Í nútímasamfélagi er þessi nálgun að öðlast meira gildi, það er viðurkennt á alheimsvísu að menntun sem þessi hefur margs konar kosti. Sérstaklega á þetta við leiðbeinendur sem starfa með ungmennum að mismunandi verkefnum. Við höfum verið að vinna með þessa nálgun í þjálfunum, vinnustofum, námskeiðum og ungmennaskiptum. Þetta er nálgun sem höfðar til ungs fólks í dag og þau eru til í að vinna á þennan hátt. Á sama tíma gefur þetta okkur- leiðbeinendunum tækifæri til að tengjast þeim betur og gefa þeim tæki og tól til að efla sjálfstraust þeirra og gildi og kynna þeim ný tækifæri.

Það er oft erfitt að vekja áhuga ungmenna á að mennta sig umfram það sem þau eru nú þegar að gera í skóla, þeim finnst það yfirleitt vera alveg nóg og það sem boðið er upp á aukalega vera leiðinlegt. Það er okkar reynsla að ungmennum finnst óformleg menntun vera skemmtileg, hún er oft ögrandi og spennandi, að vera virkur þátttakandi on njóta afrakstursins á margan hátt.

Taktu þátt í æskulýðsstarfi, farðu á mismunandi námskeið, þjálfanir, vinnustofur, ungmennaskipti og upplifðu eitthvað nýtt – kraftur óformlegrar menntunar, það mun örugglega breyta lífi þínu og gera það innihaldsríkara og skemmtilegra.