Amazing Island Borðspil

Amazing Island Borðspil 2019-03-20T16:35:45+00:00

Það var ákveðið í upphafi að útbúa borðspil í verkefninu.  Tveir af samstarfsaðilunum Ha Moment í Portúgal og Scout Valencias á Spáni hafa mikla reynslu af því að búa til borðspil sem notuð eru til kennslu.

Við leggjum mesta áherslu á SJÁLSMYND í leiknum.

Það var mikil áskorun að hanna og búa til þennan leik en það var líka mjög gaman og gefandi.  Við vonum að fólk um alla Evrópu njóti þess að spila þetta spil.

Til að spila leikinn vinsamlega hafið samband við þátttakendur verkefnisins.

Iceland:
Hugarafl/Mindpower
hugarafl@hugarafl.is
Portugal:
Ha Moment
info@hamoment.org
Romania:
ASK Yourself:
contact@askyourself.ro
Minte Forte:
contact@minteforte.ro
Spain:
hhtp://www.scoutsvalencians.org

Meginmarkmið leiksins er að auka sjálfsvitund og skilning á andegu, tilfinningalegu og líkamlegu jafnvægi.  Það eru nokkur önnur markmið í spilinu sem tengjast því:

Að kynnast eiginleikum þínum, styrkleikum, veikleikum og hvernig best er að hafa stjórn á þeim.

Að stuðla að sjálfstæðri tjáningu.

Að átta sig á að maður tilheyri hópi og hvetja til og kenna samvinnu.

Að læra hvernig á að taka ákvarðanir og auka sjáfstraust.