Félagasamtökin 2018-12-22T15:39:04+00:00

Markmið okkar er að beisla sköpunargáfuna til að finna lausnir

0
Ár
0
Löndin
0
Þátttakendur í verkefninu
0
Virkir þátttakendur

Félagasamtökin

Minte Forte
Minte ForteRúmenía
Minte Forte.  Eru óhagnaðardrifin félagasamtök í Cluj – Napoca. Stofnuð árið 2010, við vinnum að bættu geðheilbrigði með:
Menntun
Stuðningi til að viðhalda og bæta geðheilsu
Stuðningi til sálræns þroska
Við sjáum fyrir okkur samfélag ber ábyrgð á eigin geðheilsu og þar sem þeir sem lenda í andlegum erfiðleikum fá stuðning í stað þess að vera útskúfaðir. Markhópur nær til allra sem hafa áhuga á að viðhalda eða bæta andlega heilsu sína. Áherslan er lögð á ungt fólk, því fyrr sem við getum kennt fólki að bregðast rétt við því betur undibúin koma þau út í lífið og hægt er að koma í veg fyrir andlega erfiðleika.
Námsskrá 86%
Handbók 40%
Ha Moment
Ha MomentPortúgal
Ha Moment (Portugal), CRL er samvinnuverkefni/félag sem hefur það að markmiði að veita tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar ungs fólks, æskulýðsleiðbeinanda og fullorðinna um heim allan með þjálfun, ráðgjöf og skipulagningu viðburða, byggt á óformlegu námi.
Stofnað í maí 2015, starfsfólk okkar hefur mikla reynslu af óformlegri menntun, í gegnum fyrri störf fyrir önnur félagasamtök, fyrirtæki og sem verktakar. Við höfum 7 virka meðlimi, þar af 3 eru að vinna í alþjólegum æskulýðsverkefnum.  Starfsfólk okkar hefur reynslu á mismunandi sviðum sem við störfum við: þjálfun, ráðgjöf og viðburði. Við höfum þróað með okkur og öðlast reynslu í áætlanagerð, samræmingu, framkvæmd, mati og miðlun þjálfunarviðburða.
Borð spil 55%
Grafísk hönnun 66%
Scouts Valencians
Scouts ValenciansSpánn
Scouts Valencians tilheyra World Organization of Scout Movement, stærstu æskulýðshreyfingu í heimi og aðalhlutverk þeirra hefur verið í 110 ár, að mennta börn.
Þeir vinna með því að leiðbeina börnum frá unga aldri og veita fræðslu um margvísleg málefni, umhverfismál, gildi, heilsu, atvinnuþátttöku, þroska og fl. Námið er byggt upp á verkefnum og aðferðafræðin er að læra með því að gera.
Myndbandsgerð 57%
Grafísk hönnun 56%
Hugarafl
HugaraflÍsland
Hugarafl / Mindpower (Ísland) er félag fólks sem glímir við andlega erfiðleika. Félagið er byggt upp á hugmyndafræði um valdeflingu, bata, jafnrétti og samvinnu milli notenda og sérfræðinga. Meðlimir / notendur í Hugarafl telja um 400-500 manns en virkir notendur um 100-150. Daglega sækja milli 50 og 70 manns Hugarafl og 100-120 á viku.
Verkefnastjórn 93%
Vefhönnun 63%
Ask Yourself
Ask YourselfRúmenía
ASK Yourself (Rúmenía) eru sjálfstæð félagasamtök stofnuð af hópi æskulýðsleiðbenanda sem vildu deila ástríðu sinni á ófromlegri menntun og Erasmus+.
Við viljum hvetja ungt fólk til að reyna nýja og spennandi námsmöguleika, uppgötva sjálft sig, bæta hæfileika sína og gefa aftur til samfélagsins. Við bjóðum upp á stuðning við að finna rétta verkefnið / áskorunina fyrir hvern einstakling og við erum einnig að innleiða verkefni sem byggja á þörfum ungs fólks.
Handbók 45%
85%