Alþjólegur fundur í Setúbal, Portúgal (30/04/2018 – 03/05/2018)

Síðasti alþjóðlegi fundurinn í Strong Young Minds verkefninu var haldinn í Setúbal í Portúgal  30apríl til 3 maí.  Það voru 13 þátttakendur á fundinum og full dagskrá allan tímann.  Markmið okkar á þessum fundi var að ljúka við námsskránna og borð spilið og taka ákvaðranir um lokahönnun handbókarinnar og vefsíðunnar.

Við spiluðum borðspilið á fundinum og gerðum smá loka breytingar á því.  Það var almenn ánægja með hvernig til hafði tekist og sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig borðspilið var unnið.  Við framleiðsluna á því voru umhverfissjónarmið í fyrirrúmi og til dæmis eru allir leikmennirnir unnir úr gömlum húsgögnum og hver og einn er einstakur.  Allt spilið er handgert og því er hvert spil alveg einstakt.

Við lukum við uppsetningu námssráarinnar og tókum ákvarðanir um hvað ætti að vera í endanlegri útgáfu.  Vandamálið sem við glímdum við var að það var svo mikið af efni sem við vildum hafa í námsskránni en höfðum því miður ekki nema ákveðið pláss.  Við komumst þó að niðurstöðu og höldum að við höfum náð að útbúa námsefni sem kemur til með að nýtast ungu fólki í allri Evrópu.

Það voru nokkrar erfiðar ákvarðanir sem við þurftum að taka á þessum fundi, þar á meðal varðandi kennslumyndböndin.  Okkur varð ljóst að við gætum ekki búið til myndband fyrir hverja æfingu fyrir sig það var ætlun okkar í upphafi en ekki framkvæmanlegt þegar upp var staðið.  Við ákváðum að útbúa myndbönd sem myndu sýna hvaða aðferðir á að nota við kennslu á námsefninu og gætu verið leiðbeinandi við notkun óformlegra kennsluaðferða.  Vildum fremur framleiða gæðaefni en að gera eitthvað sem við værum ekki ánægð með.

2018-12-11T11:14:39+00:00