Við leggjum áherslu á að ungmenni þrói/þjálfi hæfni og getu til að takast á við andlega erfiðleika. Byggja upp góða sjálfsmynd, heilbrigðan lífsstíl og hvernig á að viðhalda heilbrigðum persónulegum samböndum. Aðferðafræðin er byggð á nýjustu rannsóknum í sálfræði og menntun
Námsskráin var hönnuð á þann hátt að hægt er að nota hana á þrjá vegu.
Sem þriggja daga námskeið.
Sem vikulegar kennslustundir yfir heila önn.
Sem sjálfstæðar æfingar, hverja fyrir sig.
Námsskráin byggir á meginreglum óformlegrar menntunar og að fylgja námsferli sem byggir á reynslu. Valdar voru þær aðferðir sem best hentuðu hverri æfingu fyrir sig og þær prófaðar í raunverlegri kennslu. Lögð var áhersla á fjölbreytni til að koma til móts við mismunandi námsstíla ungs fólks.
Þær aðferðir sem við notum eru t.d. hópavinna, opin rými, hlutverkaleikir, að nota listir o.s.frv. Möguleikarnir eru í raun óþrjótandi og takmarkast einungis af hugmyndaauðgi þátttakenda. Við trúum því að hægt sé að nýta næstum hvað sem er í óformlegri menntun svo lengi sem skýr námsmarkmið, tengsl við námsefnið og skilvirkar umræður séu höfð í huga.
Í upphafi var upplýsingum um þarfir ungmenna safnað með rýnihópum bæði með ungmennum og kennurum/leiðbeinendum. Þær svo notaðar til að þróa námsefnið.