Testimonial from partners
Kristinn Heiðar Hugarafl, um verkefnið.
Ég hef verið viðriðinn verkefnið frá upphafi. Ég var með á öllum alþjóðlegu fundunum og í þjálfuninni í Rúmeníu. Þetta hefur verið mikil námsreynsla fyrir mig. Ég gat fundið í þjálfununni og þegar við höfum verið að prufa námsefnið í skólum að þetta er að virka. Óformlegar kennsluaðferðir hæfa þessu námsefni mjög vel og henta einnig þeim aldurshóp sem við erum að vinna með.
Úr viðtölum í Rúmeníu ( myndböndum)
Aurora – Johari window
Þetta var mjög gott verkfæri til sjálfsskoðunar, bæði fyrir mig og aðra sem tóku þátt. Gerði mér grein fyrir að við vörpum stundum því sem er að gerast innra með okkur á aðra sem eru í kringum okkur og það er líka gagnkvæmt, meðvitað eða ómeðvitað.
Sjónarhorn annarra getur hjálpað okkur til að læra meira um okkur sjálf, við getum einnig hjálpað öðrum með því að sýna þeim þeirra sterku og veiku hliðar.
Ég lærði ýmislegt um sjálfa mig sem ég vissi ekki áður. Þetta var virkilega gott verkfæri til að kynnast sjálfri mér.
Ég myndi mæla með Johari glugganum fyrir þig og þína nemendur það gæti hjálpað þeim til að kynnast sjálfum sér betur, veikleikum og styrkleikum, tilfinningum, hugarfari, sjálfsmynd og einnig samskiptum þeirra og samböndum við t.d. foreldra, vini, skólafélaga, kennara o.s.frv. Gæti mögulega komið í veg fyrir óæskilega hegðun.
Nemendur gætu gert sér grein fyrir því að hegðun þeirra getur valdið öðrum skaða. Frá þessu sjónarhorni mætti gera ráð fyrir að þetta verkfæri hjálpi til við að auka á samúð og samhyggð.
Við hugsum yfirleitt um okkur sjálf sem annaðhvort góð eða slæm en ekki blöndu af hvoru tveggja.
Fanney – Hraðstefnumót var sekmmtilegast
Ég naut þess virkilega að taka þátt í Hraðstefnumótinu. Það gekk mjög hratt fyrir sig og gaf tækifæri til að vera í samskiptum við annað fólk. Það kom mér verulega á óvart hvað mikið var hægt að tjá sig á skömmum tíma. Gerði mér grein fyrir því að það er auðvelt að tala við annað fólk, það er auðvelt að vera í samskiptum.
Cristina – um tilfinningar
Tilfinningar eru eitthvað sem við glímum við daglega. Það sem var áhugavert við þessa æfingu var að við gátum gert meira en bara að uplifa þær, við gátum líka skilgreint þær. Við gátum fundið hvort þær væru hjálplegar eða ekki. Það er tilfinningar sem hjálpa okkur og aðrar sem hindra okkur, við getum sjálf ákveðið hvernig við nýtum okkur þær og hvað við gerum til að ráða við þær.
Cristina – um þjálfunina
Þetta var frábær reynsla. Nýtist mér vel í mínu starfi og mér persónulega.
Stefania – um þjálfunina
Allt sem ég lærði hér mun gagnast mér í framtíðinni og það var frábært að fá að vinna með öllu þessu góða fólki sem hefur komið allastaðar frá. Ég er mjög glöð, finnst þetta vera sending frá guði.
Lionela – um þjálfunina
Þetta er frábært. Þetta var mjög áhugavert jafnvel þó ég þyrfti að glíma við mínar eigin tilfinningar. Það er það sem þetta snýst um! Að höndla tilfinningar. Sumt í umræðunni vakti upp gamlar tilfinningar hjá mér, minnti mig á erfiðar aðstæður. En ég þarf að læra að höndla tilfinningar svo ég geti miðlað því til nemenda minna.