Hvað er Strong Young Minds
Strong young minds er samstarfsverkefni 5 félagasamtaka á Íslandi, Spáni, Portúgal og í Rúmeníu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins og markmið þess er að útbúa námsskrá fyrir ungmenni 14 til 18 ára sem stuðlar að bættri geðheilsu.
Hver eru markmið verkefnisins?
- Að auka geta samtakana til að mæta þörf ungmenna fyrir uppfræðslu um geðheilbrigði í þeirra samfélögum.
- Að útbúa námsskrá og borðspil byggt á geðheilsu nálgun ætlað til að bæta getu og hæfni ungmenna til að takast á við áskoranir. Markhópurinn eru ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára með mismunandi félagslegan bakgrunn.
- Að hvetja til notkunar á geðheilsu tengdri menntun meðal kennara og æskulýðsleiðbeinand í Evrópu.
Í þáttökulönudunum er fátt um úrræði sem hvetja til bættrar geðheilsu ungmenna hvort sem er í skólum eða félagsstarfi. Aðalmarkmið þess starfs sem unnið er á þessu sviði í dag miðast við að vekja fólk til umhugsunar og meðvitundar um slík vandamál en ekki að því að auka getu til að takast á við slíkan vanda.
Í samanburði við flest menntunarúrræði á þessu sviði sem reyna oftast að takast á hluta vandans, höfum við reynt að koma með heildarnálgun. Við tökum á meginþáttum sem við teljum mikilvæga, að byggja upp sjálfsmynd, að hafa stjórn á tilfinningum, að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og að byggja upp góð sambönd.
Verkefnið var hannað þannig að hægt er að nota það á þrjá vegu.